Er ekki nóg komið af neikvæðni í samfélaginu

Jú ég skil reiði enda oft verið reiður og reiðist enn. En gallinn við reiði ef hún er taumlaus er að við gerum eða segjum oft eitthvað sem erfit og stundum útilokað að taka til baka. Í reiði er heldur ekki margt lagað sem betur má fara því fólk er oft svo upptekið við það að svara til baka. Oft sekkur fólk í svo mikla reiði að það telur að ekkert geti lagað það en að sá/sú sem meint er að hafi valdið reiðinni skuli fá makleg málagjöld. Málið er bara þannig að þó að viðkomandi fá makleg málagjöld þá breytir það ekki því sem gerst hefur. Í versta falli tefur það bara fyrir hugsanlegum framförum hjá aðilum og betri líðan. Það þarf sterka aðila til að viðurkenna að þeir/þær hafi breytt rangt og biðjist afsökunar en það má alveg teljast eðlilegt. Við erum mörg hrædd að eðlisfari við afleiðingar þess sem við gerum ef þær geta reynst okkkur ofviða. Við lítum illa út í augum vina og vandamanna og getum þurft að takast á við mikið skítkast sem getu auðveldlega reynst okkur ofviða og jafnvel mist stöðu okkar á meðal fólks.

Á þingi eru margir sem hafa ýmislegt misjafnt í pokahorninu og ýmislegt á samviskunni. Mikið er skrifað á netmiðla og fólk er jafnan mjög reitt enda misjöfnuður að aukast og mikilvæg kerfi eins og t.d. menntakerfið og heilbrigðiskerfið eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Hluti af því fólk sem komist hefur á þing misnotar auk þess aðstöðu sína sér í hag. Fólk er reitt vegna þess og lætur margt misjafnt frá sér. En hjálpar það einhverjum? 

Kannski er lausnin sú að bjóða því fólki sem vinnur ekki að hag heildarinnar að gjörðir þeirra í fortíðinni gleymist og verði ekki gert frekara mál úr ef þetta fólk fer af þingi án nokkrus eftirlaunarétts þaðan og engin frekari afskipti nokkurntíman í framtíðinni af þingstörfum og framvegis greiði það tilskild gjöld af uppsöfnuðum aur. Þá er hægt að hreinsa til og koma að fólki sem mun vinna að hag heildarinnar við uppbyggingu að landi sem oft hefur haft orð af sér sem besta land í heimi.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Óttarsson

Höfundur

Snorri Óttarsson
Snorri Óttarsson

Læt eiga sig að skrifa ef ég ekki get látið mannsæmandi rök fylgja....

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 20240319 102835 Facebook

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband