Fyrirgefning er bara í raun að sleppa

Að fyrirgefa og þá helst sjáfum sér er erfitt fyrir marga. Fyrirgefning er líka að mínu  mati misskilin af mörgum. Þeir sem telja að fyrirgefningin snúi að gerandanum eru að miskilja mikið. Tilgangur fyrir þolandan að fyrirgefa er að sá að koma sér frá stöðnun í lífinu. Einstaklingur (hér þolandi) verður það sem ég mun hér kalla áreiti frá aðila (hér gerandi)sem veldur óróa á tilfiningum þolanda. Þolandinn getur orðið meðal annars sár eða reiður eða hvorutveggja. Það er þolandin sjálfur sem metur dýpt særindana og getur engin gert lítið úr því. Hægt er að benda þolandanum t.d. á að þetta gæti hafa verið verra en það er svo endanlega á valdi þolandans að gera eitthvað úr þeim upplýsingum eða ekki. Velji þolandin að hunsa upplýsingarnar getur dýpt sársins leitt til haturs sem er sjálfskaparvíti þolandans. Það er vissulega á ábyrgð gerandans að koma ringulreið á tilfinngar þolandans en svo fer það eftir styrk þolandans hve djúpt það rystir og viljan til að stjórna tilfinningum, en tilfinningum má nefnilega stjórna. Það getur oft reynst erfitt en aldrei er um ókleifan múr að ræða.

Fólk telur oft að með að fyrirgefa gerandanum þá sé verið að gera gerandanum einhvern greiða og gera honum kleift að fá ró á sitt líf. Og mörgum finnst það nú heldur betur ósanngjarnt að á meðan þolandinn sleikir sár sín er gerandanum fyrigefið svo gerandinn geti aldið áfram lífinu án nokkurs bagga frá fortíðinni. En málið er bara þannig að fyrigefningin snýst aldrei um gerandan. Hún snýsta alltaf og eingöngu um þolandan. Ef þolandinn vill ró á líf sitt þá er fyrirgefið.

En hvernig vinnur maður að því að fyrirgefa?

Það getur verið löng og strembin vinna en eins og áður sagði ekki ókleifur múr. Tækni sem ég þróaði með mér vara að setja á svið leikstykki í höfðinu á mér sem sagði frá viðburðinum sem olli gárum á annars rólegt sálarlíf mitt. Í leikstkkinu komu allir fram sem að málinu komu og létt ég stykkið keyra eins og ég upplifði það. Ég fann þá tilfiningarnar breytat úr ró í ólgu og leyfði ég því að gerast. Égleyfði stykkinu að keyra þar til ég hafði fengið nóg, t.d. orðin mjög reiður og tók þá við greining á stykkinu sem ég fann réttlætingu á tilfinningunum mínum. Svo fór frsm greining á hvernig mér leið og hvort þessi líðan var eitthvað sem ég vildi halda í. Ég hef þarna val. Vill ég lifa í hatri eða ást. Hatur gefur mér ýmsa krafta sem líkjast velíðun vegna þess að mér finnst ég hafa stjórn á öllu. En hatur tekur líka ýmislegt frá mér. Hatur þrengir sjóndeildarhringinn og tekur oft rökin frá hugsunum okkar og við gerum í hatri ýmislegt sem við annars mundum ekki gera og þurfum því að takast á við enn þyngri bagga en að fyrirgefa, nefnilega getum misst frelsið. Fólk tekur líf annara í hatri og að taka líf er aldrei réttlætanlegt og afleiðinginn hefur áhrif á marga aðra en þá sem voru beinir þáttakendur í atburðinum. Ég get skemmt annars góð sambönd við manneskjur sem komu hatrinu ekkert við en vegna endalausrar reiði og haturs ganvart einum geranda átti ég erfit með að láta lítil mál fram hjá mér fara og vegna innbyrgðar reiði lét ég bara gammin geysa á því sem næst saklausa einstaklinga. Og það vildi ég ekki.

Þess í stað lét ég leikstykkið endurtaka sig með öllu. Leyfði tilfinningunum að valsa um óáreittar en um leið ég ég áttaði mig á hversu reiður ég var orðinn stoppaði ég sýninguna og byrjaði sömu greiningu og fyrr.

Ég fann að með tímanum stoppaði ég sýninguna alltaf fyrr og fyrr og á einum tímapunkti gst ég fengið skýra mynd af grandanum án þess að neikvæðnin byrjaði að byggjast upp. Þess í stað fór ég að finna til með gerandanum á að hafa gert slíkt val á sínum tíma. Þarna var gerandanum fyrirgefið. Ég komst út út sálarfangelsinu sem ég hafði átt stóran þátt í að byggja sjálfur og það er frelsi sem mér allavega líkar. 

Lengri tíma sem þið dveljið í hatri á gerandanum því lengur aftrið þið ykkur sjálf til framfara og velíðan. Lærið því að fyrirgefa....

 


Ágætis skilgreining á orðinu hamingja

Margir vilja tengja orðið hamingja við tiltekin aburð sem fyrir það kom og gerði það annahvort alsælan eða vansælan. Þá eru orðin hamingja eða óhamingja notuð eftir því hvort stemmingin er niðurávið eða uppávið. En það er ekki þa eina. Fólk er orðið háð utanaðkomandi viðburði til að finna hamingju og í einhverjum tilfellum eru þessi viðburðir utan sjóndeildar viðkomandi og þar af leiðandi í einhverjum tillfellum afskaplega erfit að finna hamingjuna. 

Ég vil líta á hamingu sem núllpunkt og svo er óhamingja hvorutveggja þeir viðburðir sem verða til þess að finn meiri gleiði eða leiða. Hamingja er semsagt Jafnvægi. það er ekki endilega neikvætt að vera óhamingjusamur, jafnvægi er bara ekki til staðar. Ég hef séð mynd í bíó og hlegið svo mikið að mig bókstaflega verkjaði í hálsinn. Að hlægja getur verið gott en of mikil hlátur getur orðið óþægilegur. Þannig tengi ég að vera glaður á góðir stund og á sama tíma óhamingjusamur þ.e.a.s. ekki í jafnvægi. 

Hamingja er í höndum hvers og eins. Hver og einn setur sitt mark hvað eigi að ávinnast í lífinu og kalla það jafnvægi. Sumir vilja endalaust af pening og aðrir endalaust af viðurkenningu, semsagt algerlega undir hverjum og einum komið. Þar af leiðandi í öllum tilfellum er það í höndum á einstaklingnum hvor hann/hún er eða er ekki í jafnvægi.

Það sem kemur í veg fyrir að einstaklingur nái jafnvægi í sitt líf er reiði, hatur, sjálfsfyrirlitning og óraunhæf takmörk. 

Reiði, hatur, sjálfsfyrirlitning Tryggir okkur stöðnun í núinu. Við sleppum ekki því neikvæða svo það í bestafalli stendur í stað og í versta falli eykst. Það útilokar okkur frá því að breyta afstöðu og sjá fegurðina allt í kring um okkur. 

Fólk setur sér stundum óraunhæf takmörk. Við getum það sem við getum og umfram það er okkur ómögulegt. Við höfum okkar styrk og okkar veikleika. Einbeitum okkur að styrk okkar í stað þess reyna styrkja veikleika okkar. Það er ekkert athugavert við það að hafa veikleika því allir hafa hvorutveggja. Þegar ég tala um veikleika þá er ég ekki að tala um t.d. fíkn heldur líkamlega getu okkar. Sumt fólk er gott í samskiptum og getur orðið verkstjóri, sumt hefur getu til að verða toppnum í íþróttum eða tónlist. Ef þú ert með litla getu til mannlegra samskipta, láttu það þá eiga sig að sækjast eftir að stjórna og skipuleggja fólki á vinnustað.

Takmarkalaus ást á eigin pesónu er sem hrjáir suma. Allar þeirra gerðir miðast við að upphefja þau sjálf jafnvel þó að á yfirborðinu lítur það út fyrir að verknaðurinn eigi að þjóna hagsmunum annarar manneskju. Við eigum vissulega að huga að okkur sjálfum en eins og annarstaðar þá er það betra ef við höldum því í jafnvægi og að við hugum líka að þörfum annara.


Er ekki nóg komið af neikvæðni í samfélaginu

Jú ég skil reiði enda oft verið reiður og reiðist enn. En gallinn við reiði ef hún er taumlaus er að við gerum eða segjum oft eitthvað sem erfit og stundum útilokað að taka til baka. Í reiði er heldur ekki margt lagað sem betur má fara því fólk er oft svo upptekið við það að svara til baka. Oft sekkur fólk í svo mikla reiði að það telur að ekkert geti lagað það en að sá/sú sem meint er að hafi valdið reiðinni skuli fá makleg málagjöld. Málið er bara þannig að þó að viðkomandi fá makleg málagjöld þá breytir það ekki því sem gerst hefur. Í versta falli tefur það bara fyrir hugsanlegum framförum hjá aðilum og betri líðan. Það þarf sterka aðila til að viðurkenna að þeir/þær hafi breytt rangt og biðjist afsökunar en það má alveg teljast eðlilegt. Við erum mörg hrædd að eðlisfari við afleiðingar þess sem við gerum ef þær geta reynst okkkur ofviða. Við lítum illa út í augum vina og vandamanna og getum þurft að takast á við mikið skítkast sem getu auðveldlega reynst okkur ofviða og jafnvel mist stöðu okkar á meðal fólks.

Á þingi eru margir sem hafa ýmislegt misjafnt í pokahorninu og ýmislegt á samviskunni. Mikið er skrifað á netmiðla og fólk er jafnan mjög reitt enda misjöfnuður að aukast og mikilvæg kerfi eins og t.d. menntakerfið og heilbrigðiskerfið eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Hluti af því fólk sem komist hefur á þing misnotar auk þess aðstöðu sína sér í hag. Fólk er reitt vegna þess og lætur margt misjafnt frá sér. En hjálpar það einhverjum? 

Kannski er lausnin sú að bjóða því fólki sem vinnur ekki að hag heildarinnar að gjörðir þeirra í fortíðinni gleymist og verði ekki gert frekara mál úr ef þetta fólk fer af þingi án nokkrus eftirlaunarétts þaðan og engin frekari afskipti nokkurntíman í framtíðinni af þingstörfum og framvegis greiði það tilskild gjöld af uppsöfnuðum aur. Þá er hægt að hreinsa til og koma að fólki sem mun vinna að hag heildarinnar við uppbyggingu að landi sem oft hefur haft orð af sér sem besta land í heimi.


« Fyrri síða

Um bloggið

Snorri Óttarsson

Höfundur

Snorri Óttarsson
Snorri Óttarsson

Læt eiga sig að skrifa ef ég ekki get látið mannsæmandi rök fylgja....

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 20240319 102835 Facebook

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband