30.1.2021 | 11:52
Ekki meiri pening í trúarbröggð
Jæja er ekki komið gott? Á íslnska ríkið að halda áfram til eilífðarnóns að dæla peningum i þjóðkirkjuna. Þetta apparat er einungis kostnaður en engar tekjur. Árið 2019 skuldbatt Íslenska ríkið sig að greiða þjóðkirkjun 3,45 milljarða á ári hverju sem að mínu mati væri betur varið inn t.d. skóla eða heilbrigðiskerfis. Jú það eru fleiri staðir sem deila því að vera bara kostnaður og má þar nefna aftur, t.d. skólar og heilbrigðiskerfið. En munurinn liggur einna helst í því sem kemur út. Skólar dæla út menntuðu fólki sem taka þátt í halda samfélaginu gangandi. Heilbriggðiskerfið sér um viðhald og viðgerðir ef svo má að orði komast svo samfélagið haldist gangandi. En hvað kemur frá kirkjunni? Nákvæmlega ekkert sem ekki getur komið frá öðrum kerfum samfélagsins.
Prestar veita svo kallaða sálarhjálp fyrir þá sem missa ástvin. Prestar skíra, gifta, ferma og jarða. Þetta eru allt athafnir sem hægt er að gera án þeirra. Mín skoðun er nefnilega sú að þótt fólk menntist sem prestar og séu vígðir inn í embætti sitt þá eru prestar ekkert með betra samband við guð eða skilning. Væri til helvíti sem refstistaður fyrir sál einstaklings sem fylgdi ekki eftir reglum guðs eftir að viðkomandi væri ekki lengur á meðal lifenda, þá væri prestur ekkert nothæfur til að koma í veg fyrir það nú eða þarfur. Ef einstaklingur virti allar reglur guðs en ekki væri hægt að finna prest til að jarða viðkomandi í og ekki findist heldur vígð jörð þá færi sál viðkomandi ekki til helvítis. Deyji barn rétt eftir fæðingu og hefði ekki verið skýrt þá fer sál barnsin ekki til helvítis.
En annars trúi ég aðeins á tilvist helvítis og himnaríkis á meðal lifenda. Einstakling sem gengur erfiðleika væri hægt aðsegja að væri í helvíti. Ég trúi að auki að sálin er alltaf eign guðs en við fáum hana aðeins að láni og þegar lífi er lokið fer sálin aftur til guðs sama hvernig einstaklingurinn hagaði sér.
Það kostar ekki kr að trúa á guð. En öll þessi umbygging, húsnæði og starfsmenn gera það. Þessi umbygging á öll eins og hún leggur sig að vera á þeim sem hana vilja njóta. Og þarf að leiðir að hver og einn á að taka beint úr vasa sínum og greiða. Þá er hægt að spurja hvern fjárráða einstakling hvort vilji sé fyrir höndum að leggja hönd á bagga til að greiða þennan u.þ.b. 3,5 milljarða. Það væru sennilega ekki margir viljugir til þess þegar ekki er einu sinni nægur peningur til sæmlegs lífs eftir greiðslu húsnæðis, matar og annra nausynlegra reikninga.
Trúarbröggð þrífast á hræðslu og fáfræði. Forstöðufólk trúarfélaga koma með staðreyndir sem fáir geta hrakið. Það veit enginn hvað gerist eftir dauðan. Gerist eitthvað eða sofnum við bara og vöknum ekki aftur. Vissulega verðum við þá hrædd við dauðan og reynum að finna eitthvað til að sækja hugrekki til fá stjórn á hræðslunni og þar koma t.d. prestar sterkir inn. En það er sama hve fróð við verðum þa munum við aldrei fá svar við spurningum varðandi t.d. hvað gerist eftir dauðan. Við munum líklegast alltaf hræðast dauðan. En 3.5 milljarður til þjóðkirkunar mun aldrei breyta þeirri hræðslu. Notum peningana i eithvað sem við vitum með staðfestu að skilar sér aftur til samfélagsins. Trú og trúarbrögð munu aldrei gera það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 30. janúar 2021
Um bloggið
Snorri Óttarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar