Er ekki til eitthvað betra?

Í gegnum tíðina hef ég velt fyrir mér margvíslegu efni. Trúarmál, politík, hagkerfum og fleiru. Nú velti ég fyrir mér kerfum sem við notumst við í dag kapítalisma og sosíalisma. Þetta eru kerfi sem notuð eru víða  í samfélögum og eru samsettar úr kenningum sem af mörgum talið  er að sé það besta í dag til að keyra samfélögin áfram. Gallin sem ég sé á þeim kerfum sem hafa tíðkast í gegnum mannkynsöguna er eignaréttur. Það er alltaf einhver sem á það sem jörðin hefur uppá að bjóða, þá tala  ég um náttúruauðlindir samanber fisk og olíu þegar í raun enginn á neitt.

Ég vil tala um kerfi sem ég kýs að kalla Leanarki sem er blanda af Lean úr Lean framleiðslukerfinu og anarki. Þetta kerfi gengur út á það að engin eignast náttúruauðlindir heldur eru þær nýttar í þeirri þörf sem fyrir er og framleiddar eru var til neyslu  og nýtingar þegar þörf er á sem kemur frá hugmyndafræðinni Lean svo best ég veit. Þetta mun af sér leiða að ekkert mun kosta neitt þar sem eingin á neitt og getur þar af leiðandi ekki tekið neitt fyrir það. Og þar sem ekker kostar neitt þá þarf engin laun til að geta keypt það sem vantar. Þar af leiðir að ekkert form af gjaldmiðlum þarf að vera til staðar. Þetta mun svo leiða af sér betri nýtingu af því sem jörðin hefur upp á að bjóða minni CO2 framleiðslu minni úrgang og minn skort á því sem á þarf að halda. Og anarki er stjórnleysi Svo það verður engin ríkisstjórn. Því er eina stjórnunin sem á sér stað í grófum dráttum skipulagsstjórnun  og verkefnastjórnun. Leitast er við að framleiða með tiliti til hagkvæmni við nýtingu hráefna og lágmarks úrgangsframleiðslu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Óttarsson

Höfundur

Snorri Óttarsson
Snorri Óttarsson

Læt eiga sig að skrifa ef ég ekki get látið mannsæmandi rök fylgja....

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 20240319 102835 Facebook

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband