Forsetaframbjóðandinn. Trú hver sem hún er er byggð á traustum grunni fáfræði og hræðslu

Sem ungur maður rétt um 6 ára byrjaði ég að sækja sunnudagaskólan og KFUM. Ég var skýrður og seinna fermdur en ég var ekki nema rétt um 8 ára þegar ég rak mig á fyrstu mótsögnina í kristni trú. Um tvítugt skrái ég mig úr þjóðkirkjunni vegna ég gat einfaldlega ekki verið hluti af einhverju sem var svo fullt af mótsögnum. Það sem ég geri svo seinna meir er vissulega mótsögn við sjálfan mig en ég gifti mig í kirkju og skýri börnin mín þar einnig en ástæða þessarar mótsagnar er að í trúnni eru gildi svo góð að ég vel að eftir bestu getu að lofa eftir þeim.  Þessi gildi eru fyrirgefning og að koma fram við fólk eins og ég vill að það komi fram við mig. Mér fannst líka mikilvægt að börn mín velji sjálf hvort þau tilheyri trúarhóp svo þau eru fermd. 

En mér finnst samt ótrúlega miklum fjármunum ráðstafað í trúarmál. Þetta eru u.þ.b. 3,5 milljarðar á ári. Ég trúi samt að það eru nægir peningar í samfélaginu til að reka það. Þeim peningum er bara misskipt. Og á meðan misskiptingin á sér stað á meiri peningur að fara þangað sem raunveruleikinn er. Það er heilbrigðiskerfið og menntakerfið svo dæmi sé tekið. Trú á að vera hvers einkamál og kostar í raun enga peninga. Það að mæta í kirkju og segja upphátt í vitnaviðurvist að viðkomandi trú á guð Jesú og heilagan anda breytir engu fyrir viðkomandi ef ekki er lifað eftir gildunum. Það er í raun hræsni ef gildunum er ekki fylgt. En þetta er allavega mín skoðun. Ef þetta er skoðun sem þér finnst hæfa forsetanum þá fæ ég kanski meðmæli þín. Ég á enn töluvert í land í 1500 meðmæli. Og ef ég fæ þau ekki þá veit ég það að ég á ekki að verða forseti. Það sem á að gerast, gerist.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Óttarsson

Höfundur

Snorri Óttarsson
Snorri Óttarsson

Læt eiga sig að skrifa ef ég ekki get látið mannsæmandi rök fylgja....

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 20240319 102835 Facebook

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband