Forsetaframbjóðandinn. Trú hver sem hún er er byggð á traustum grunni fáfræði og hræðslu

Sem ungur maður rétt um 6 ára byrjaði ég að sækja sunnudagaskólan og KFUM. Ég var skýrður og seinna fermdur en ég var ekki nema rétt um 8 ára þegar ég rak mig á fyrstu mótsögnina í kristni trú. Um tvítugt skrái ég mig úr þjóðkirkjunni vegna ég gat einfaldlega ekki verið hluti af einhverju sem var svo fullt af mótsögnum. Það sem ég geri svo seinna meir er vissulega mótsögn við sjálfan mig en ég gifti mig í kirkju og skýri börnin mín þar einnig en ástæða þessarar mótsagnar er að í trúnni eru gildi svo góð að ég vel að eftir bestu getu að lofa eftir þeim.  Þessi gildi eru fyrirgefning og að koma fram við fólk eins og ég vill að það komi fram við mig. Mér fannst líka mikilvægt að börn mín velji sjálf hvort þau tilheyri trúarhóp svo þau eru fermd. 

En mér finnst samt ótrúlega miklum fjármunum ráðstafað í trúarmál. Þetta eru u.þ.b. 3,5 milljarðar á ári. Ég trúi samt að það eru nægir peningar í samfélaginu til að reka það. Þeim peningum er bara misskipt. Og á meðan misskiptingin á sér stað á meiri peningur að fara þangað sem raunveruleikinn er. Það er heilbrigðiskerfið og menntakerfið svo dæmi sé tekið. Trú á að vera hvers einkamál og kostar í raun enga peninga. Það að mæta í kirkju og segja upphátt í vitnaviðurvist að viðkomandi trú á guð Jesú og heilagan anda breytir engu fyrir viðkomandi ef ekki er lifað eftir gildunum. Það er í raun hræsni ef gildunum er ekki fylgt. En þetta er allavega mín skoðun. Ef þetta er skoðun sem þér finnst hæfa forsetanum þá fæ ég kanski meðmæli þín. Ég á enn töluvert í land í 1500 meðmæli. Og ef ég fæ þau ekki þá veit ég það að ég á ekki að verða forseti. Það sem á að gerast, gerist.


Forsetaframbjóðandinn Hræðsla og fáfræði uppspretta fordóma

Ég hef alveg fallið í þá gryfju að vera fordómafullur og jafnvel fullur haturs. Ég hef þó myndað með mér þá skoðun að uppsprettan fordóma er fáfræði og hræðsla. Þar af leiðandi hef ég markvisst leitað fróðleiks til að forðast fordóma. Minn síðasti fordómur var gegn trans og frjálsu vali á eigin skilgreiningu. Ef þú ert fæddur með kynfæri karlmanns þá ertu karlmaður og lengra nær það ekki. Að horfa á karlmann klæddan kvennmansfötum og málaður í andliti fékk mig til að vorkenna börnum þessa manns ef hann átti þau. Hvers áttu þau að gjalda? En svo þökk sé stofnunum Bugl og samtökin 78 gafst mér kostur á að fræðast. Þetta snýst um svo mikið meira en að skipta um kyn. Þannig að fordómarnir hjá mér hurfu og ég virðing fyrir hinu óþekkta tók yfir. Við eigum öll að geta verið hérna frjáls til að vera sem við kjósum að vera. Ég mun standa við bak við Bugl og samtökunum 78 ef vilji væri fyrir því ef ég verð kosinn forseti. En til þess að geta boðið mig fram þarf ég meðmæli. Fæ ég þín?


Forsetaframbjóðandinn Virkjun náttúrunnar

Ég hef átt erfitt með að sætta mig við að vatnsföll séu virkjuð til raforkuvinnslu.  Þetta eru óafturkræfar breytingar á landslagi og í sumum tilfellum verður virkjunin ónothæf til frambúðar eftir ákveðinn tíma. Ég vil líta nánar á það sem Færeyingar gera með að virkja sjávarföllin og sjá hvort það gæti hentað við firði á Íslandi. Sjávarföllinn munu ekki stoppa svo þarna er uppspretta hreinnar orku til eilífðar ef svo að orði megi komast. Ég þekki ekki sjónmengunarþáttinn á þessari aðferð en það mætti kynna sér það. Sem forseti mun þetta vera eitt af mörgum málum sem ég mun beita mér fyrir. En til þess þarf ég meðmæli. Fæ ég þín?


Forsetaframbjóðandinn, samkeppni í leik er í lagi og alvöru en í alvöru þarf ávinningurinn að dreifast meir

Það væri ekki mikil skemmtun í að horfa á Usain Bolt bíða eftir keppinautum sínum svo allir geti farið yfir marklínuna á sama tíma. Við viljum sjá sigur og helst nýtt heimsmet. En þetta er leikur. Undanfarna áratugi hafa tvö hagkerfi sem sem notast er við, annarsvegar kapítalismi og hinsvegar komunismi verið verið þróuð til að koma á nokkurskonar valdi yfir almenningi. Kapítalisminn tekur ekkert tillit til heildarinnar en kommúnisminn ekkert til einstaklingsins. Hvorug kerfin virka til að hámarka lífsgæðin. Án einstaklingsframtaks eins og kommúnisminn umbunar ekki verður framþróun hæg sem enginn vegna lítils ávinnings fyrir að skara framúr en í kapítalismanum verður þróun hröð en fáir njóta góðs af því. Þessvegn verður að koma með eitthvað nýtt kerfi sem er blanda af þessu tveimur kerfum. Ég mun aldrei segja að allir verði jafnir en munurinn á að geta verið minni svo fleiri geti notið lífsins svo að segja áhyggjulaust. 


Forsetaframbjóðandinn. Að hjálpa fyrirtækjum

Virðiskeðjustjórnun og markaðsfræði menntun mín hefur aukið skilning minn á ýmsum ferlum innan fyrirtækja sem ég fékk við að mennta mig í virðiskeðjustjórnun og markaðsfræði væri ég oftar en ekki reiðubúinn að hjálpa stjórnendum fyrirtækja að koma fyrirtækjum sínum í betra ástand nú eða koma vöru þeirra og eða þjónustu út fyrir landsteinana. Hver vill ekki taka við ráðgjöf sem mun kosta fyrirtækið 0 krónur. Ástæða þess þó að ég hef líka markaðsfræði er í raun sú að dóttir mín  veikist alvarlega og gat ég ekki sinnt náminu vegna áhyggna um framtíð dóttur minnar tíðra heimsókna á sjúkrahús. Þegar ég svo þurfti að endurtaka 6. önnina fékk ég ekki námsstyrk svo ég tók lokaverkefni 6. annarinnar samhliða markaðsfræðinni. Ástæða þess að segja frá þessu er bara til að láta lesandan vita að ég gefst ekki auðveldlega upp á að ná takmörkum mínum.


Forsetaframbjóðandinn, Hver er ég ?

Ég kem að norðan. Fæddur á Akureyri og ættu margir þaðan að vita hverjir afar mínir eru þó svo ég sé ekki að draga  neitt úr verðleika foreldra minna og amma en afinn úr móðurætt var Sigfús Jónsson verkstjóri á bryggjunni hjá Kea og afinn úr föðurætt var Baldvin Leifur Ásgeirsson sem átt og rak Leifs leikföng og svo síðar Mjallhvít þvottahús í Hólabraut 18. 

Minn styrkur er eftirfarandi 

Heiðarlegur

Samkvæmur sjálfum mér 

Ber hag heildarinnar fram yfir einstaklingsins ef út í það færi 

BC gráðu í virðiskeðjustjórnun

AP gráðu í markaðsfræði

Er ekki tækifærissinni

Er ekki einstaklingshyggjusamur

Skil samskipti mjög vel og þá bæði þegar um er að ræða beina ræðu og líkamstjáningu 

Ég er meira gefandi en þyggjandi 

Það er ekki margt sem ég hræðist. Hræðslu sem ég deili með öðrum er ótímabær andlát eða alvarlegir sjúkdómar innan fjölskyldunnar. 

Veikleikar sem ég hef.

Stuttur þráður, ég er þó langt á leið kominn með að vinna úr því.

Ég hef haft þó nokkur ár í að vinna í veikleikum og auka styrk minn svo þetta er eini veikleikinn sem í hug kemur. Það er vissulega frekar lygilegt en ég mun bæta þeim inn þegar þeir koma fram svo allt komi fram. 

Að vera forseti þýðir lítið sem ekkert einkalíf og persóna þess lítið sem ekkert varin. Þess vegna er það mikilvægt að forsetinn gefi ekki möguleika á höggi vegna orða eða gerða sinna.


Forsetaframboð

Ekki það að.ég reiknaði með meðmælum en ég lét engu síður slag standa og reyndi. Ég efast um að mál mín séu eitthvað frábrugðin annara frambjóðenda og kanski liggur vandamálið þar. En stærsta vandamálið liggur vissulega í því að það þekkja mig ekki margir en einhvernvegin efast ég um að það sé svo ýkja frábrugðið hjá hinum frambjóðendum. Þeir hafa sína stuðningsgrúbbur sem í mesta lagi telja fá þúsund sem getur ekki talist mikil stuðningur en getur reynst nægur þegar kosningar verða. Ég verð samt með í hópi þeirra sem vantar enn meðmæli þar til þeim tíma líður. Og þá er bara að reyna að 4 árum liðnum. 


Ekki meiri pening í trúarbröggð

Jæja er ekki komið gott? Á íslnska ríkið að halda áfram til eilífðarnóns að dæla peningum i þjóðkirkjuna. Þetta apparat er einungis kostnaður en engar tekjur. Árið 2019 skuldbatt Íslenska ríkið sig að greiða þjóðkirkjun 3,45 milljarða á ári hverju sem að mínu mati væri betur varið inn t.d. skóla eða heilbrigðiskerfis. Jú það eru fleiri staðir sem deila því að vera bara kostnaður og má þar nefna aftur, t.d. skólar og heilbrigðiskerfið. En munurinn liggur einna helst í því sem kemur út. Skólar dæla út menntuðu fólki sem taka þátt í halda samfélaginu gangandi. Heilbriggðiskerfið sér um viðhald og viðgerðir ef svo má að orði komast  svo samfélagið haldist gangandi. En hvað kemur frá kirkjunni? Nákvæmlega ekkert sem ekki getur komið frá öðrum kerfum samfélagsins.

Prestar veita svo kallaða sálarhjálp fyrir þá sem missa ástvin. Prestar skíra, gifta, ferma og jarða. Þetta eru allt athafnir sem hægt er að gera án þeirra. Mín skoðun er nefnilega sú að þótt fólk menntist sem prestar og séu vígðir inn í embætti sitt þá eru prestar ekkert með betra samband við guð eða skilning. Væri til helvíti sem refstistaður fyrir sál einstaklings sem fylgdi ekki eftir reglum guðs eftir að viðkomandi væri ekki lengur á meðal lifenda, þá væri prestur ekkert nothæfur til að koma í veg fyrir það nú eða þarfur. Ef einstaklingur virti allar reglur guðs en ekki væri hægt að finna prest til að jarða viðkomandi í og ekki findist heldur vígð jörð þá færi sál viðkomandi ekki til helvítis. Deyji barn rétt eftir fæðingu og hefði ekki verið skýrt þá fer sál barnsin ekki til helvítis.

En annars trúi ég aðeins á tilvist helvítis og himnaríkis á meðal lifenda. Einstakling sem gengur erfiðleika væri hægt aðsegja að væri í helvíti. Ég trúi að auki að sálin er alltaf eign guðs en við fáum hana aðeins að láni og þegar lífi er lokið fer sálin aftur til guðs sama hvernig einstaklingurinn hagaði sér.

Það kostar ekki  kr að trúa á guð. En öll þessi umbygging, húsnæði og starfsmenn gera það. Þessi umbygging á öll eins og hún leggur sig að vera á þeim sem hana vilja njóta. Og þarf að leiðir að hver og einn á að taka beint úr vasa sínum og greiða. Þá er hægt að spurja hvern fjárráða einstakling hvort vilji sé fyrir höndum að leggja hönd á bagga til að greiða þennan u.þ.b. 3,5 milljarða. Það væru sennilega ekki margir viljugir til þess þegar ekki er einu sinni nægur peningur til sæmlegs lífs eftir greiðslu húsnæðis, matar og annra nausynlegra reikninga.

Trúarbröggð þrífast á hræðslu og fáfræði. Forstöðufólk trúarfélaga koma með ”staðreyndir” sem fáir geta hrakið.  Það veit enginn hvað gerist eftir dauðan. Gerist eitthvað eða sofnum við bara og vöknum ekki aftur. Vissulega verðum við þá hrædd við dauðan og reynum að finna eitthvað til að sækja hugrekki til fá ”stjórn” á hræðslunni og þar koma t.d. prestar ”sterkir” inn. En það er sama hve fróð við verðum þa munum við aldrei fá svar við spurningum varðandi t.d. hvað gerist eftir dauðan.  Við munum líklegast alltaf hræðast dauðan. En 3.5 milljarður til þjóðkirkunar mun aldrei breyta þeirri hræðslu. Notum peningana i eithvað sem við vitum með staðfestu að skilar sér aftur til samfélagsins. Trú og trúarbrögð munu aldrei gera það.

 

 


Er ekki til eitthvað betra?

Í gegnum tíðina hef ég velt fyrir mér margvíslegu efni. Trúarmál, politík, hagkerfum og fleiru. Nú velti ég fyrir mér kerfum sem við notumst við í dag kapítalisma og sosíalisma. Þetta eru kerfi sem notuð eru víða  í samfélögum og eru samsettar úr kenningum sem af mörgum talið  er að sé það besta í dag til að keyra samfélögin áfram. Gallin sem ég sé á þeim kerfum sem hafa tíðkast í gegnum mannkynsöguna er eignaréttur. Það er alltaf einhver sem á það sem jörðin hefur uppá að bjóða, þá tala  ég um náttúruauðlindir samanber fisk og olíu þegar í raun enginn á neitt.

Ég vil tala um kerfi sem ég kýs að kalla Leanarki sem er blanda af Lean úr Lean framleiðslukerfinu og anarki. Þetta kerfi gengur út á það að engin eignast náttúruauðlindir heldur eru þær nýttar í þeirri þörf sem fyrir er og framleiddar eru var til neyslu  og nýtingar þegar þörf er á sem kemur frá hugmyndafræðinni Lean svo best ég veit. Þetta mun af sér leiða að ekkert mun kosta neitt þar sem eingin á neitt og getur þar af leiðandi ekki tekið neitt fyrir það. Og þar sem ekker kostar neitt þá þarf engin laun til að geta keypt það sem vantar. Þar af leiðir að ekkert form af gjaldmiðlum þarf að vera til staðar. Þetta mun svo leiða af sér betri nýtingu af því sem jörðin hefur upp á að bjóða minni CO2 framleiðslu minni úrgang og minn skort á því sem á þarf að halda. Og anarki er stjórnleysi Svo það verður engin ríkisstjórn. Því er eina stjórnunin sem á sér stað í grófum dráttum skipulagsstjórnun  og verkefnastjórnun. Leitast er við að framleiða með tiliti til hagkvæmni við nýtingu hráefna og lágmarks úrgangsframleiðslu.  


Næsta síða »

Um bloggið

Snorri Óttarsson

Höfundur

Snorri Óttarsson
Snorri Óttarsson

Læt eiga sig að skrifa ef ég ekki get látið mannsæmandi rök fylgja....

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 20240319 102835 Facebook

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband